Menu Close

Besti þátturinn – KR keppir gegn Selfossi í fyrsta þætti

Besti þátturinn – KR keppir gegn Selfossi í fyrsta þætti

Fyrsti þátturinn af Besta þættinum er kominn út en í þættinum eru leikmenn og stuðningsmenn liða í Bestu deildinni paraðir saman í keppni á móti öðru pari annars liðs.
Liðin svara spurningum um sitt eigið félag og reyna svo að safna fleiri stigum með því að sparka bolta í gegnum göt á segldúk sem er búið að strengja yfir mark. Stjórnandi þáttana ætti að vera Íslendingum að góðu kunnur en það er enginn annar en Jón Jónsson þrefaldur Íslandsmeistari með FH og tónlistarmaður.

Í fyrsta þætti mætast lið KR og Selfoss. Fyrir KR eru það Kjartan Henry Finnbogason og Benedikt Valson sem keppa og fyrir Selfoss eru það Sif Atladóttir og Guðmundur Þórarinsson.

Sjón er sögu ríkari. Horfðu á þáttinn í sjónvarpinu hér að neðan: ⬇️⬇️⬇️🔽🔽🔽 Gaman af þessu 😀😅