Menu Close

Fotbolta.net-mótið – Keflavík í úrslitaleikinn

Keflavík sigraði lið Hauka 5-2 í lokaleiknum í fotbolti.net-mótinu B-deild og leika til úrslita við annahvort Njarðvík eða Aftureldingu. Góður sigur í dag og allir fengu að spila. Ari Steinn Guðmundsson var í stuði í dag og skoraði þrjú mörk og hefur því skorað sjö mörk í síðustu tveimur. Ari Steinn þrjú mörk, Magnús Þór fyrirliði eitt og Jóhann Þór eitt. Ekki er komin dagsetning á úrslitaleikinn sem verður annað hvort við Njarðvík eða Aftureldingu. Áfram Keflavík Við verðum að sjálfsögðu með úrslitaleikinn í beinni þegar að honum kemur 😀