
Á podcast rás Körfunnar er að finna margar ólíkar upptökur sem allar eiga það sameiginlegt að vera tengdar íslenskum körfuknattleik. Rásin hefur verið til síðan árið 2017.
Kristófer Acox, leikmaður Vals, er viðmælandi 14. þáttar af Undir Körfunni. Kristófer fer yfir ótrúlegt úrslitaeinvígi liðsins gegn Tindastól og hvernig það var að spila fyrir troðfullum höllum í háspennu einvígum ásamt því að gefa innsýn inn í búningsklefa Vals.
Kristófer hefur leikið bæði í Frakklandi og Filippseyjum á ferli sínum og kemur hann inn á tímann sinn þar.
Meiðsli Kristófers voru alls ekkert leyndarmál þegar hann var hjá KR, þvert á það sem áður hefur verið haldið fram. Ákvörðunin að skipta yfir til Vals var auðveld þegar Jón Arnór, Pavel og Finnur voru allir komnir til félagsins. Kristófer skilur þó pirring í stuðningsmönnum KR vegna félagaskiptanna en hann ræðir viðskilnaðinn við KR, sem verður tekin fyrir af Landsrétti bráðlega.
Ásamt þessu eru fastir liðir eins og vaninn er, stemningin í klefanum hjá Val, spurningar af Subway spjallinu, draumalið samherja Kristófers og úrvalslið hans í Subway-deild karla.
Umsjón: Atli Arason
Undir Körfunni er í boði Subway, Lykils og Kristalls.
