Menu Close

Keflavík saltaði Þrótt í Vogum

Keflavík 9 – 0 Þróttur Vogum
1-0 Ari Steinn Guðmundsson (‘9)
2-0 Hreggviður Hermannsson (’17)
3-0 Rúnar Þór Sigurgeirsson (’19)
4-0 Ari Steinn Guðmundsson (’20)
5-0 Hreggviður Hermannsson (’28
6-0 Ari Steinn Guðmundsson (’33)
7-0 Rúnar Þór Sigurgeirsson (’43)
8-0 Tómas Óskarsson (’53)
9-0 Ari Steinn Guðmundsson (’79)

Keflavík mætti Þrótti Vogum í Reykjaneshöllinni í B-deild Fótbolta.net mótsins í kvöld.

Keflavík var hvorki meira né minna en sjö mörkum yfir í hálfleik og bætti við tveimur mörkum í seinni hálfleik. 9-0 lokastaðan. Ari Steinn Guðmundsson skoraði fjögur mörk fyrir Keflvíkinga í kvöld, Rúnar Þór Sigurgeirsson og Hreggviður Hermannsson skoruðu tvö hvor og þá skoraði Tómas Óskarsson eitt.

Þetta var annar leikur liðanna. Risatap hjá Þrótti eftir 1-4 sigur á Haukum í fyrsta leik. Keflavík vann Vestra, 1-3, í sínum fyrsta leik.Næsti leikur í þessum riðli 2 í B-deild fer fram á föstudag þegar Vestri og Haukar mætast. Hægt er að fylgjast með leikjum Keflavíkur á Keflavík TV á Youtube.