Menu Close

Keflavíkurstelpur byrja vél

Keflavíkurstelpur byrja vél

Keflavíkurstelpur fóru góða ferð í Vesturbæjinn á Meistaravelli og tók KR-stelpur á móti þeim. Leikurinn var sýndur á Stöð 2 BD (BESTA DEILDIN). Okkar stelpur fóru með sigur af hólmi 0-4. Markaskorarar:  0-1 Ana Paula Santos Silva (’34)  0-2 Ana Paula Santos Silva (’36)  0-3 Ana Paula Santos Silva (’47)  0-4 Dröfn Einarsdóttir (’77). Til hamingju með sigurinn

Staðan í Best Deild kvenna:

Atvik leiksins – frá fotbolti.net

94. mín Leik lokið!
Öruggur sigur hjá Keflavík í fyrsta leik!
Minni á skýrslu og viðtöl sem koma inn í kvöld.
93. mín
Ísabella Sara á skot sem varnarmenn Keflavíkur fara fyrir.
90. mín
Aníta brýtur á Margaux á miðjum vallarhelmingi Keflavíkur og KR fær aukaspyrnu sem Hildur Lilja tekur en Keflvíkingar skalla boltann frá.
88. mín  Kara Petra Aradóttir (Keflavík) Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík)
Aníta Lind búin að eiga góðan leik.
88. mín  Anita Bergrán Eyjólfsdóttir (Keflavík) Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir (Keflavík)

81. mín
KR ingar vilja víti, Guðmunda Brynja er með tvo varnamenn í sér inn í vítateig Keflavíkur og fer niður en Guðmundur dómari sér þetta vel og dæmir ekkert.
80. mín  Saga Rún Ingólfsdóttir (Keflavík) Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík)

79. mín  Margrét Regína Grétarsdóttir (KR) Róberta Lilja Ísólfsdóttir (KR)
Margrét Regína að koma inn á í sínum fyrsta leik fyrir KR
77. mín MARK! Dröfn Einarsdóttir (Keflavík)
Vá, þetta var flott mark
Nú fer Dröfn bara sjálf og setur boltinn í fjærhornið og virkilega vel gert, Dröfn búin að vera frábær í dag.
74. mín  Guðmunda Brynja Óladóttir (KR) Bergdís Fanney Einarsdóttir (KR)
KR vantar mörk og þá er ekki galið að setja inn 150 marka konuna Guðmundu Brynju.
71. mín
Ísabella Sara sendir boltann fyrir þar sem Bergdís og Samantha berjast um boltann í loftinu, Samantha hefur betur og handsamar boltan, ekki slæm tilraun.

Ísabella Sara hefur verið lang hættulegasti sóknarmaður KR og gerir hvað hún getur til að koma KR inn í leikinn.
69. mín
Rebekka kemst fyrir skot Anítu Lindar sem kemur sér í ágæta stöðu í vítateig KR.
67. mín
Margrét Edda á skot á markið eftir góða fyrirgjöf frá Ísabellu.
63. mín
Rebekka á góða sendingu fram á Ísabellu sem kemur sér í hornið og sendir út á Ástu sem er í fyrirgjafastöðu en fyrirgjöfin er ekki nógu góð og Keflvíkingar eiga í litlum vandræðum með að koma boltanum frá.
61. mín
Lítið að gerast þessa stundina, bæði lið eiga í erfiðleikum að byggja upp sóknir og eru mikið að tapa boltanum á miðjunni.
59. mín  Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir (KR) Laufey Björnsdóttir (KR)
Tvöföld skipting hjá KR.
59. mín  Rut Matthíasdóttir (KR) Brynja Sævarsdóttir (KR)
Tvöföld skipting hjá KR.
57. mín
KR fær hornspyrnu, Ísabella tekur spyrnuna en Samantha grípur boltann.
56. mín
Caroline Mc Cue með langan bolta fram út vörninni ætlaðan Önu en Björk er vel vakandi og er á undan Önu í boltann, ágætis tilraun.
52. mín  Elfa Karen Magnúsdóttir (Keflavík) Sigurrós Eir Guðmundsdóttir (Keflavík)

49. mín
Dröfn á fyrirgjöf frá hægri yfir á Sigrrós sem rétt missir af boltanum.
47. mín MARK! Ana Paula Santos Silva (Keflavík), Stoðsending: Dröfn Einarsdóttir
Þrenna hjá Önu!
Aníta Lind gerir vel á miðjunni og kemur boltanum út til hægri á Dröfn sem setur hann fyrir á Önu sem leggur boltann í markið.
46. mín Leikur hafinn
Aníta Lind spyrnir seinni hálfleiknum af stað.
45. mín Hálfleikur
Keflavík leiðir 0-2 í hálfleik, eftir nokkuð jafnar upphafs mínútur náðu Keflavík öllum völdum á vellinum þegar leið á fyrri hálfleikinn!
44. mín
KR-ingar sækja, Bergdís Fanney kemur með fyrirgjöf frá vinstri kantinum í tvígang en Samantha í marki Keflavíkur er fyrst á boltann í bæði skiptinn.
40. mín
Dröfn fær boltann upp í horn vinstra megin og ætlar sér fram hjá Margaux en Margaux helypir Dröfn ekki fram hjá sér og Keflvíkingar fá horn.
37. mín Gult spjald: Margaux Marianne Chauvet (KR)
Margaux brýtur á Dröfn.
36. mín MARK! Ana Paula Santos Silva (Keflavík), Stoðsending: Sigurrós Eir Guðmundsdóttir
Sigurrós Eir gerir vel úti á vinstri kantinum og setur kemur svo með góða fyrirgjöf sem Ana skallar í netið 2-0!
34. mín MARK! Ana Paula Santos Silva (Keflavík), Stoðsending: Dröfn Einarsdóttir
Dröfn hefur nóg tíma úti á hægri og setur boltann fyrir eftir smá klafs berst boltinn aftur út á kant sem finnur Önu sem leggur boltann í netið.
30. mín
Aníta Lind tekur aukaspyrnu fyrir utan teig KR, hættulegur bolti yfir og Kristrún Ýr nær að setja hausinn í boltann en ekki að stýra honum á markið.
26. mín
KR fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Keflavíkur, Bergdís Fanney tekur spyrnuna sem fer í varnarmann Keflavíkur og út af.
23. mín
Ana Paula kemur sér í fínt skotfæri á vítateigslínuni, en skotið er ekki gott og auðvelt viðureignar fyrir Björk í marki KR.
21. mín
Önnur sókn hjá Keflavík, mjög svipuð þeirri síðustu, Aníta setur boltann til hægri á Dröfn sem setur hann fyrir en nú setur Ana Paula boltann rétt fram hjá markinu.
20. mín
Þarna munaði litlu!
Elín Helena kemur með langan bolta upp á Dröfn sem setur hann fyrir á Amelíu sem setur boltann rétt fram hjá.
18. mín
Ana Paula vinnur boltann í sínum eigin vítateig og kemst upp allan hægri vængin og ætlar að setja boltann inn fyrir á Amelíu en sendingin aðeins of föst.
15. mín
Dröfn fær boltann inn í vítateig KR og er kominn í gott færi en hittir boltann ekki nógu vel og Björk á í lutlum vandræðum með að handsama boltann.
12. mín
Aníta Lins með hörku skot frá miðjum vallarhelming KR, Björk gerir vel og ver í horn.
10. mín
Bergdís Fanney aftur með hættulega fyrirgjöf frá vinstri vængnum nú beint í fæturna á Róbertu sem nær ekki að koma sér í skotstöðu.
9. mín
Keflavík vinnur horn eftir að Hildur Lilja kemst fyrir fyrirgjöf frá vinstri.
6. mín
Bergdís Fanney með geggjaða sendingu yfir vörn Keflvíkinga á Ísabellu sem nær ekki að taka á móti boltanum, munaði litlu að Ísabella hefði verið komin ein á móti Samönthu í marki Keflavíkur.
3. mín
Ásta reynir að renna boltanum inn fyrir á Róbertu en sendingin aðeins of þétt og Keflavík fær innkast.
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og KR-ingar byrja með boltann.