Menu Close

Njarðvík vs keflavík og allur aðgangseirir fer í minningarsjóöð Ölla sem spilaði með Njarðvík

[wp-video-popup video=”https://vimeo.com/191963551″]

Fimmtudaginn 16. janúar verða 20 ár síðan að Ölli lést. Þennan sama dag mætast körfuboltastórveldin, Keflavík og Njarðvík, í Domino’s deild karla. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur ákvað af þessu tilefni að heiðra minningu Ölla og láta allan aðgangseyri renna óskiptan í Minningarsjóð Ölla. Stöð 2 Sport sýnir beint frá leiknum og verður með umfjöllun um sjóðinn og Ölla fyrir útsendingu í Domino’s Körfuboltakvöld. Einnig verður leikur Keflavíkur og Njarðvíkur frá árinu 1999 sýndur í heild sinni kl 18.10. Að leik loknum eða kl 22.15 verður síðan heimildarmyndin Ölli eftir @Garðar Örn Arnarson sýnd. Aðstandendur Minningarsjóðs Ölla eru ákaflega þakklátir fyrir þetta frábæra framtak og hvetja alla sem geta til að mæta á leikinn og/eða horfa á dagskrána á Stöð 2 Sport. Þeir sem vilja leggja sjóðnum lið en komast ekki á leikinn geta lagt inn á reikning sjóðsins (Kt. 461113-1090, reikningsnúmer 0322-26-021585)

Heimildarmyndin ÖLLI smellið á myndina