Menu Close

Nýr streymisspilari fyrir beinar útsetningar

Nýr streymisspilari fyrir beinar útsetningar hjá okkur í Keflavík TV verður tekin í notkun í Seftember þegar kvennakarfan byrjar að fullu. Keflavík TV verður á kerfinu vVenue og býðst áhorfendum Keflavíkur TV að spóla til baka í beinni útsetningu. Tökum eitt dæmi: ef að viðburður KEF TV byrjar kl 18:00 og þú nærð ekki að kaupa áhorfsmiða fyr en kl: 18:25 og þú misstir að 25 mín af viðburðinum, ekki örvænda þú dregur þá línuna á spilaranum til baka og horfir upp á nýtt😀📺. Ef að það er mikið álag á síðunni okkar (Þessari) þá er hægt að fara inn á: vvenue.events/keftv (Keflavík TV — vVenue). Viðburður sem eru liðnir [búið að sýna) eru aðgengilegir að hámarka í 2 vikur að útsetningu lokinni. Nálgast má eldri leiki hér en ekkert er inni eins og stendur. Það er hægt að varpa leikjunum á snjallsjónvarp/Apple TV með Chromecast eða Airplay.