Á fimmtudaginn kemur ÍR í heimsókn í Blue Höllina okkar í Subwaydeild karla og byrjar leikurinn kl 19:15. Okkar allra besti maður Jóhann D Bianco eða eins og við þekkjum hann flest best sem Joey Drummer mætir og lýsir leiknum af sinni einstöku snilld.
ÍR-ingar eru í 10. sæti með einungis 6 stig á meðan Keflvíkingar tróna á toppi deildarinnar með 14 stig.
Leikinn má nálgast HÉR og kostar útsendingin einungis 1.500 ISK.
Þessi leikur er síðasta útsending okkar Keflavík TV árið 2022. Í febrúar byrjar svo Lengjubikarinn að rúlla af stað hjá okkur í fótboltanum. Við þökkum ykkur annars kærlega fyrir árið og óskum ykkur öllum gleðilegra jóla & færsældar á nýju ári 🎅